Halógenperur verða bannaðar innan ESB frá og með laugardeginum til þess að fá neytendur til að skipta yfir í sparneytnari LED-perur. Bannið er hluti aðgerða ESB til þess að draga úr orkunotkun og skaðlegum umhverfisáhrifum.
Anna-Kaisa Itkonen, talskona framkvæmdastjórnar ESB í loftslags- og orkumálum, segir við CNN að það myndi leiða til 15,2 milljóna tonna samdráttar í losun koltvísýringsígilda fyrir árið 2025.
Upphaflega var ákveðið árið 2009 að stefna að því að perurnar yrðu ekki lengur notaðar eftir 1. september 2016. Hins vegar taldi framkvæmdastjórnin nauðsynlegt að framlengja aðlögunarfrest neytenda.
Ætla að banna halógenperur
