Innlent

Malbikað fyrir milljarða

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það þarf að huga að mörgu við útlagningu malbiks.
Það þarf að huga að mörgu við útlagningu malbiks. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það hefur viðrað betur til malbikunar undanfarna daga en fyrri hluta sumars. Útlagningarmenn hafa undanfarna daga og vikur verið í óðaönn að ljúka verkefnum sumarsins áður en haustið, og síðar vetur, skellur á af fullum krafti.

Á höfuðborgarsvæðinu einu saman stóð til að leggja malbik fyrir tvo milljarða á götur borgarinnar. Þá veitti ríkisstjórnin í apríl fjóra milljarða aukalega úr sérstökum neyðarsjóði til brýnna vegaframkvæmda.




Tengdar fréttir

Milljarðar til vegaframkvæmda

Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×