Turnbull ýtt til hliðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 06:20 Scott Morrison tekur við embætti forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Sjá meira
Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30