Sneri við blaðinu með líkamsstöðu sem eykur hormón sjálfstraustsins Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2018 14:30 Bergþór Pálsson er alltaf skemmtilegur karakter. Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson. Dans Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Bergþór Pálsson er nýorðinn sextugur og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. Hann sló rækilega í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað í vor og fuku kílóinn af honum í ferlinu. Bergþór myndaði sterkt danssamband við Hönnu Rún Bazev Óladóttir og var það kveikjan af því að breyta um lífstíl. Vala Matt ræddi við Bergþór í Íslandi í dag í gærkvöldi en hann notaði jákvæða sjálfræði sem hann segir hafa skipt sköpum. „Mig hefur kannski langað að gera eitthvað, byrja af eldmóði og svo lekur það frá mér,“ segir Bergþór sem gaf á dögunum út myndband á YouTube þar sem hann fer yfir það hvað virkaði fyrir sig. „Í sumar hef ég nýtt mér aðferðir sem ég lærði á námskeiði í sumar og þær snúast um það að plata hugann með líkamshreyfingum. Að láta hann líða eins og þegar okkur líður best, eins og þegar við erum að þakka fyrir eitthvað, eins og þegar við erum stolt af einhverju eins og þegar við t.d. vinnum landsleik eða eitthvað þannig.“ Hann segir að það felist í sigurlíkamsstöðu sem hann sýndi í þættinum í gær en Bergþór kallar stöðuna sigurstaða. „Það hefur verið sannað í Harvard að í þessari líkamsstöðu þá eykst testósterón í blóðinu sem er hormón sjálfstraustsins. Þegar maður er fullur af sjálfstrausti, fullur af gleði og þakkar fyrir lífið og er stoltur af einhverju, þá líður manni vel. Maður platar þá hugann að fara líða nákvæmlega eins og á þessum augnablikum.“ Bergþór segist hafa grennst mikið í þáttunum Allir geta dansað. „Þá fór ýmislegt að verða pokalegt og ég ákvað að fylla upp í þessa poka, í stað þess að borða upp í þá. Ég ætla ekkert að verða neitt vöðvafjall, langar bara að líða vel.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Bergþór Pálsson.
Dans Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira