Langtímaspáin ber með sér bleytu og kulda Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 10:17 Fólk ætti að klæða sig í hlý regnföt ef marka má langtímaspá Einars Sveinbjörnssonar. VÍSIR/STEFÁN Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands. Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10