Brynjar Níelsson óánægður: „Fjölmiðlamenn eru eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 19:13 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“ Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“
Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45