Fornleifadagur í Arnarfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:30 Hér er Margrét Hrönn nýbúin að grafa upp stóran og heillegan meitil sem fannst í skálanum. Mynd/Björk Magnúsdóttir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira