Segist talsmaður barna í ráðuneytinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:30 Gefum við sex ára barni snjallsíma? Spyr Jón Pétur sem telur að óhófleg snjallsímanotkun skerði lífsgæði fólks. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi Jón Pétur sagði upp starfi sínu sem skólastjóri Réttarholtsskóla í vor og sagði við það tækifæri að menntastefna Reykjavíkurborgar væri í raun bara endurómur úr aðalnámskránni, námskrá sem er að mörgu leyti góð en var því miður innleidd í skötulíki. Það þyrfti að vinna miklu betur nemendum til hagsbóta og hafa námskrána þannig að skólafólk, foreldrar og nemendur ættu auðveldara með að vinna eftir henni. Sérstaklega minnti hann á að þekking væri hálf hornreka í námskránni og menntastefnu borgarinnar. Það væri í raun og veru takmörkuð trygging fyrir því að nemendur öðluðust ákveðna grunnþekkingu í grunnskóla. En það að öllum nemendum sé tryggð ákveðin grunnþekking auki líkurnar á því að þeir geti verið virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. Það jafni líka tækifæri nemenda til lífsgæða en skólinn eigi einmitt að stuðla að jöfnun tækifæra. Hugtakinu hefur reyndar verið fundinn staður í menntastefnu borgarinnar síðan. Hann gagnrýndi einnig hversu lítið eftirlit væri haft með skólastarfi. Yfirvöld firrtu sig ábyrgð. Það væri alvarlegt þar sem rúm 20 prósent nemenda gætu ekki lesið sér til gagns sem skapaði aftur ógn við lýðræðið. „Ef þú getur ekki lesið, hlustað eða horft þér til gagns þá eiga falsfréttir og lýðskrum mun greiðari leið að þér og ýmis hagsmunaöfl geta snúið á lýðræðið. Þú verður síður hæfur til að gagnrýna og skapa. Ég gagnrýndi aðallega hvernig unnið var að menntastefnu Reykjavíkurborgar og þá fannst mér hæfnipendúllinn farinn svolítið hátt. Mér finnst menn hafa misst fókus á það að þekkingin er undirstaða hæfni,“ segir Jón Pétur. „Lilja bauð mér í heimsókn hingað í ráðuneytið til að ræða málin, við áttum nokkra fundi og ræddum menntamál og hún bauð mér að slást í lið með sér sem ég þáði. Ég hef aldrei tekið þátt í neinu flokksstarfi eða verið skráður í stjórnmálaflokk,“ segir hann. „En stjórnmálin eru vettvangur þar sem mögulega er hægt að breyta einhverju.“Naut hylli nemenda Jón Pétur starfaði við Réttarholtsskóla frá árinu 1998. Hann kenndi fyrst náttúrufræði við skólann, gegndi seinna stöðu aðstoðarskólastjóra í sjö ár og þá stöðu skólastjóra síðustu þrjú ár á miklum umbrotatíma í starfi grunnskóla landsins. Jón Pétur stundaði nám rétt fyrir síðustu aldamót í Kennaraháskólanum. Hann naut leiðsagnar Valdimars Helgasonar í æfingakennslu í náttúrufræði og réð sig svo til starfa sem kennari í faginu í Réttarholtsskóla. Hann segist hafa kvatt skólann sáttur. „Mér fannst ég hafa komið góðu til leiðar og innleitt námskrána eins og hægt var. Það tók á að innleiða hana og breytingar á námsmati. En í vor var sú vinna að mestu leyti komin en þetta er samt í raun eitthvað sem stöðugt þarf að vinna með. Ég var búinn að hugleiða að snúa mér að öðru fyrir fimmtugt. Þarna var rétti tímapunkturinn. Ég ræddi það við fjölskylduna og tók svo þetta skref og stökk svolítið út í óvissuna. Ég sakna Réttó, það er ekkert skrýtið við það því ég starfaði þar í 20 ár. En öll svona vinna er ekki verk eins manns heldur er það allt skólasamfélagið sem tekur þátt og vinnur saman að góðum verkum,“ segir Jón Pétur. Verða að vera gagnrýnin Eitt af því sem hefur því miður borið á í íslensku skólastarfi er mikið brottfall nemenda í framhaldsskólum landsins. Brottfallið vilja margir rekja til ónógs undirbúnings í grunnskóla. „Ég held að sumum líði ekki nógu vel og vanti ákveðinn grunn. Það eru ákveðnar vísbendingar um að les- og hugtakaskilningur sé ekki nægur og fari mögulega hrakandi. Þá eiga ungmenni erfitt með að lesa og skilja. Þau geta síður skilið rétt frá röngu. Geta ekki gagnrýnt, hafa ekki til þess nægilega sterkan þekkingargrunn. Ég segi stundum við krakkana að þau megi ekki láta plata sig, að þau verði að geta skilið kjarnann frá hisminu,“ segir Jón Pétur um þá hvatningu og stuðning sem börn og ungmenni þurfa á að halda til þess að lesa og bæta lesskilning sinn. „Þau geta þetta ekki óstudd. Þess vegna hef ég talað um að það séu ekki bara börn sem búa að góðum stuðningi foreldra sem kljúfi sig frá hópnum og verði farsælir nemendur sem gangi óslitna skólagöngu. Að allir hafi sömu tækifæri er mitt hjartans mál. Skólinn á að vera jöfnunartæki. Þegar börn útskrifast eftir 10 ára skólagöngu þá eiga þau að hafa fengið úthlutað ákveðnum grunngæðum, gæðum sem nýtast þeim í framhaldinu. Það er skylda okkar sem samfélags. Ég vil að námskráin okkar sé þetta jöfnunartæki. Sem bæði kennarar, foreldrar og nemendur eiga auðvelt með að nýta sér. Námskráin er ágæt, það er margt gott í henni en það hefði þurft að fylgja betur eftir markmiðum hennar og svo þarf að endurskoða ýmsa hluti. Svo sem þá grunnþekkingu sem þarf að vera til staðar hjá hverju barni að lokinni skólagöngu. Svo það séu minni líkur á því að það mæti í framhaldsskólann með ótryggan grunn, lítinn lesskilning. Þá er svo auðvelt að flýja og fara að skrópa og verða tölfræði í brottfalli,“segir hann. Hugarfarsbreyting er líka nauðsynleg til að ná árangri. Þar spilar margt inn í að mati Jóns Péturs. „Nám er vinna. Það þarf að hafa fyrir því og það fær enginn eitthvað án þess að leggja á sig. Þeir nemendur sem koma í skólann og búa að því að það er talað við þau við matarborðið, lesið fyrir þau og aðgangi þeirra að snjalltækjum stýrt, koma betur undirbúin í skólann. Mæta sterkari til leiks. Þess vegna segi ég að samfélagið allt þurfi að taka þátt og huga að þessum málum.“ Flugeldasýningin Um notkun snjallsíma segir Jón Pétur að hana þurfi að beisla. Óhófleg snjallsímanotkun skerði lífsgæði þeirra sem eiga í hlut. „Það er vaxandi vandi hversu sum börn, unglingar og fullorðnir líka eru háð snjallsímum. Krakkar mæta með þá í skólann. Þótt hljóðið sé tekið af víbrar síminn stöðugt. Ég gerði nokkrum sinnum könnun á þessu og nemendur voru að fá 10-20 skilaboð í einni kennslustund. Þetta er mjög truflandi. Þess vegna eiga skólarnir að sjá um þau snjalltæki sem eru notuð í skólunum. En gefum við sex ára barni snjallsíma? Ég held það sé ekki ráðlegt. Maður skilur alveg hvað það er auðvelt að setja litlu flugeldasýninguna í hendur barnanna. Fólk er þreytt og snjalltækin eru mikið notuð sem afþreying fyrir krakkana. Snjalltækin eru alls staðar. Þau eru kraftmikil, þessi tæki, en það þarf að beisla kraftinn. Eldurinn er góður þegar við notum hann rétt en hann getur brennt við óæskilega notkun, það sama á við um snjalltækin. Við verðum að stýra notkun barnanna okkar á þessum tækjum. Notkun barna á snjallsímum getur skert lífsgæði þeirra. Mörg þeirra hafa ekki þroska til að takast á við samskipti og samanburð á samfélagsmiðlum, þar sem þau fá alls kyns högg og höfnun sem veldur líklega auknum kvíða og þunglyndi. Þau þurfa á félagslegum þroska að halda,“ segir Jón Pétur. „Mikil notkun þessara tækja er umhugsunarverð. Ég er talsmaður barnanna og þau eiga þetta ekki skilið. Við bara verðum stundum að hafa vit fyrir þeim og okkur sjálfum,“ segir hann og minnir á að þrátt fyrir það að Íslendingar vilji betra skólakerfi og meiri árangur barna þá sé vellíðan þeirra mikilvægust. En auðvitað haldast vellíðan og námsárangur oftast í hendur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Jón Pétur sagði upp starfi sínu sem skólastjóri Réttarholtsskóla í vor og sagði við það tækifæri að menntastefna Reykjavíkurborgar væri í raun bara endurómur úr aðalnámskránni, námskrá sem er að mörgu leyti góð en var því miður innleidd í skötulíki. Það þyrfti að vinna miklu betur nemendum til hagsbóta og hafa námskrána þannig að skólafólk, foreldrar og nemendur ættu auðveldara með að vinna eftir henni. Sérstaklega minnti hann á að þekking væri hálf hornreka í námskránni og menntastefnu borgarinnar. Það væri í raun og veru takmörkuð trygging fyrir því að nemendur öðluðust ákveðna grunnþekkingu í grunnskóla. En það að öllum nemendum sé tryggð ákveðin grunnþekking auki líkurnar á því að þeir geti verið virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. Það jafni líka tækifæri nemenda til lífsgæða en skólinn eigi einmitt að stuðla að jöfnun tækifæra. Hugtakinu hefur reyndar verið fundinn staður í menntastefnu borgarinnar síðan. Hann gagnrýndi einnig hversu lítið eftirlit væri haft með skólastarfi. Yfirvöld firrtu sig ábyrgð. Það væri alvarlegt þar sem rúm 20 prósent nemenda gætu ekki lesið sér til gagns sem skapaði aftur ógn við lýðræðið. „Ef þú getur ekki lesið, hlustað eða horft þér til gagns þá eiga falsfréttir og lýðskrum mun greiðari leið að þér og ýmis hagsmunaöfl geta snúið á lýðræðið. Þú verður síður hæfur til að gagnrýna og skapa. Ég gagnrýndi aðallega hvernig unnið var að menntastefnu Reykjavíkurborgar og þá fannst mér hæfnipendúllinn farinn svolítið hátt. Mér finnst menn hafa misst fókus á það að þekkingin er undirstaða hæfni,“ segir Jón Pétur. „Lilja bauð mér í heimsókn hingað í ráðuneytið til að ræða málin, við áttum nokkra fundi og ræddum menntamál og hún bauð mér að slást í lið með sér sem ég þáði. Ég hef aldrei tekið þátt í neinu flokksstarfi eða verið skráður í stjórnmálaflokk,“ segir hann. „En stjórnmálin eru vettvangur þar sem mögulega er hægt að breyta einhverju.“Naut hylli nemenda Jón Pétur starfaði við Réttarholtsskóla frá árinu 1998. Hann kenndi fyrst náttúrufræði við skólann, gegndi seinna stöðu aðstoðarskólastjóra í sjö ár og þá stöðu skólastjóra síðustu þrjú ár á miklum umbrotatíma í starfi grunnskóla landsins. Jón Pétur stundaði nám rétt fyrir síðustu aldamót í Kennaraháskólanum. Hann naut leiðsagnar Valdimars Helgasonar í æfingakennslu í náttúrufræði og réð sig svo til starfa sem kennari í faginu í Réttarholtsskóla. Hann segist hafa kvatt skólann sáttur. „Mér fannst ég hafa komið góðu til leiðar og innleitt námskrána eins og hægt var. Það tók á að innleiða hana og breytingar á námsmati. En í vor var sú vinna að mestu leyti komin en þetta er samt í raun eitthvað sem stöðugt þarf að vinna með. Ég var búinn að hugleiða að snúa mér að öðru fyrir fimmtugt. Þarna var rétti tímapunkturinn. Ég ræddi það við fjölskylduna og tók svo þetta skref og stökk svolítið út í óvissuna. Ég sakna Réttó, það er ekkert skrýtið við það því ég starfaði þar í 20 ár. En öll svona vinna er ekki verk eins manns heldur er það allt skólasamfélagið sem tekur þátt og vinnur saman að góðum verkum,“ segir Jón Pétur. Verða að vera gagnrýnin Eitt af því sem hefur því miður borið á í íslensku skólastarfi er mikið brottfall nemenda í framhaldsskólum landsins. Brottfallið vilja margir rekja til ónógs undirbúnings í grunnskóla. „Ég held að sumum líði ekki nógu vel og vanti ákveðinn grunn. Það eru ákveðnar vísbendingar um að les- og hugtakaskilningur sé ekki nægur og fari mögulega hrakandi. Þá eiga ungmenni erfitt með að lesa og skilja. Þau geta síður skilið rétt frá röngu. Geta ekki gagnrýnt, hafa ekki til þess nægilega sterkan þekkingargrunn. Ég segi stundum við krakkana að þau megi ekki láta plata sig, að þau verði að geta skilið kjarnann frá hisminu,“ segir Jón Pétur um þá hvatningu og stuðning sem börn og ungmenni þurfa á að halda til þess að lesa og bæta lesskilning sinn. „Þau geta þetta ekki óstudd. Þess vegna hef ég talað um að það séu ekki bara börn sem búa að góðum stuðningi foreldra sem kljúfi sig frá hópnum og verði farsælir nemendur sem gangi óslitna skólagöngu. Að allir hafi sömu tækifæri er mitt hjartans mál. Skólinn á að vera jöfnunartæki. Þegar börn útskrifast eftir 10 ára skólagöngu þá eiga þau að hafa fengið úthlutað ákveðnum grunngæðum, gæðum sem nýtast þeim í framhaldinu. Það er skylda okkar sem samfélags. Ég vil að námskráin okkar sé þetta jöfnunartæki. Sem bæði kennarar, foreldrar og nemendur eiga auðvelt með að nýta sér. Námskráin er ágæt, það er margt gott í henni en það hefði þurft að fylgja betur eftir markmiðum hennar og svo þarf að endurskoða ýmsa hluti. Svo sem þá grunnþekkingu sem þarf að vera til staðar hjá hverju barni að lokinni skólagöngu. Svo það séu minni líkur á því að það mæti í framhaldsskólann með ótryggan grunn, lítinn lesskilning. Þá er svo auðvelt að flýja og fara að skrópa og verða tölfræði í brottfalli,“segir hann. Hugarfarsbreyting er líka nauðsynleg til að ná árangri. Þar spilar margt inn í að mati Jóns Péturs. „Nám er vinna. Það þarf að hafa fyrir því og það fær enginn eitthvað án þess að leggja á sig. Þeir nemendur sem koma í skólann og búa að því að það er talað við þau við matarborðið, lesið fyrir þau og aðgangi þeirra að snjalltækjum stýrt, koma betur undirbúin í skólann. Mæta sterkari til leiks. Þess vegna segi ég að samfélagið allt þurfi að taka þátt og huga að þessum málum.“ Flugeldasýningin Um notkun snjallsíma segir Jón Pétur að hana þurfi að beisla. Óhófleg snjallsímanotkun skerði lífsgæði þeirra sem eiga í hlut. „Það er vaxandi vandi hversu sum börn, unglingar og fullorðnir líka eru háð snjallsímum. Krakkar mæta með þá í skólann. Þótt hljóðið sé tekið af víbrar síminn stöðugt. Ég gerði nokkrum sinnum könnun á þessu og nemendur voru að fá 10-20 skilaboð í einni kennslustund. Þetta er mjög truflandi. Þess vegna eiga skólarnir að sjá um þau snjalltæki sem eru notuð í skólunum. En gefum við sex ára barni snjallsíma? Ég held það sé ekki ráðlegt. Maður skilur alveg hvað það er auðvelt að setja litlu flugeldasýninguna í hendur barnanna. Fólk er þreytt og snjalltækin eru mikið notuð sem afþreying fyrir krakkana. Snjalltækin eru alls staðar. Þau eru kraftmikil, þessi tæki, en það þarf að beisla kraftinn. Eldurinn er góður þegar við notum hann rétt en hann getur brennt við óæskilega notkun, það sama á við um snjalltækin. Við verðum að stýra notkun barnanna okkar á þessum tækjum. Notkun barna á snjallsímum getur skert lífsgæði þeirra. Mörg þeirra hafa ekki þroska til að takast á við samskipti og samanburð á samfélagsmiðlum, þar sem þau fá alls kyns högg og höfnun sem veldur líklega auknum kvíða og þunglyndi. Þau þurfa á félagslegum þroska að halda,“ segir Jón Pétur. „Mikil notkun þessara tækja er umhugsunarverð. Ég er talsmaður barnanna og þau eiga þetta ekki skilið. Við bara verðum stundum að hafa vit fyrir þeim og okkur sjálfum,“ segir hann og minnir á að þrátt fyrir það að Íslendingar vilji betra skólakerfi og meiri árangur barna þá sé vellíðan þeirra mikilvægust. En auðvitað haldast vellíðan og námsárangur oftast í hendur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira