Draga úr vægi ofurfulltrúa sem gerðu stuðningsmönnum Sanders lífið leitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2018 23:30 Hillary Clinton og Bernie Sanders öttu kappi í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Vísir/Getty Flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum samþykkti í dag að dregið yrði úr vægi svokallaðra ofurfulltrúa við val á frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum. Guardian greinir frá. Ofurfulltrúarnir eru kjörnir fulltrúar og aðrir framámenn innan flokksins. Hafa þeir frjálst val um hvaða frambjóðenda þeir velja á flokksþingi þegar valið er á milli forsetaframbjóðenda, ólíkt öðrum fulltrúum flokksþingsins sem fylgja úrslitum forkosninga flokksins í ríkjum Bandaríkjanna. Deilur um vægi ofurfulltrúanna hafa staðið yfir í um tvö ár en stuðningsmenn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forkosningum flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016, voru mjög ósáttir við vægi ofurfulltrúanna, sem flestir greiddu atkvæði með Clinton. Clinton hefði reyndar borið sigur úr bítum gegn Sanders án atkvæða ofurfulltrúanna en stuðningsmenn Sanders kvörtuðu yfir því að yfirvofandi stuðningur ofurfulltrúanna hafi gert það að verkum að Clinton hafi litið út fyrir að vera ósigranleg, sem hafi haft áhrif á kosningabaráttu þeirra, Clinton í vil.Hinar nýjar reglur þýða að ofurfulltrúar fá ekki að greiða atkvæði í fyrstu umferð á vali á forsetaefni Bandaríkjanna á flokksþingi Demókrata, umferðinni sem úrslit ráðast nær oftast í. Ráðist úrslit hins vegar ekki í fyrstu umferð, er þeim frjálst að kjósa í næstu umferðum þangað til úrslit ráðast.Reglurnar taka gildi strax og munu því hafa áhrif á val Demókrata á forsetaefni fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum samþykkti í dag að dregið yrði úr vægi svokallaðra ofurfulltrúa við val á frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum. Guardian greinir frá. Ofurfulltrúarnir eru kjörnir fulltrúar og aðrir framámenn innan flokksins. Hafa þeir frjálst val um hvaða frambjóðenda þeir velja á flokksþingi þegar valið er á milli forsetaframbjóðenda, ólíkt öðrum fulltrúum flokksþingsins sem fylgja úrslitum forkosninga flokksins í ríkjum Bandaríkjanna. Deilur um vægi ofurfulltrúanna hafa staðið yfir í um tvö ár en stuðningsmenn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forkosningum flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016, voru mjög ósáttir við vægi ofurfulltrúanna, sem flestir greiddu atkvæði með Clinton. Clinton hefði reyndar borið sigur úr bítum gegn Sanders án atkvæða ofurfulltrúanna en stuðningsmenn Sanders kvörtuðu yfir því að yfirvofandi stuðningur ofurfulltrúanna hafi gert það að verkum að Clinton hafi litið út fyrir að vera ósigranleg, sem hafi haft áhrif á kosningabaráttu þeirra, Clinton í vil.Hinar nýjar reglur þýða að ofurfulltrúar fá ekki að greiða atkvæði í fyrstu umferð á vali á forsetaefni Bandaríkjanna á flokksþingi Demókrata, umferðinni sem úrslit ráðast nær oftast í. Ráðist úrslit hins vegar ekki í fyrstu umferð, er þeim frjálst að kjósa í næstu umferðum þangað til úrslit ráðast.Reglurnar taka gildi strax og munu því hafa áhrif á val Demókrata á forsetaefni fyrir forsetakosningarnar árið 2020.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira