Innlent

Vildi láta reka fulltrúann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Blönduból á Blönduósi.
Blönduból á Blönduósi. GOOGLE EARTH
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vísaði í liðinni viku kæru eiganda gistiheimilisins Blöndubóls frá nefndinni þar sem kærufrestur var liðinn. Kæra Blöndubóls barst 5. janúar 2017 og því tók ríflega eitt og hálft ár að vísa málinu frá.

Í kjölfar eftirlitsferðar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands 14. júní 2016 var Blöndubóli veitt áminning og rekstur staðarins stöðvaður. Eigandi Blöndubóls kærði málið hálfu ári síðar. Kærufrestur er einn mánuður.

Taldi hann að ekki hefði verið tekið tillit til þess að hann hafi verið að taka til eftir næturgesti. Krafðist hann skaða- og miskabóta og að heilbrigðisfulltrúinn yrði rekinn.

Þrátt fyrir að kæra málsins hafi augljóslega verið tilhæfulaus tók það ÚUA rúma átján mánuði að vísa málinu frá. Í úrskurðinum segir að uppkvaðning hans hafi dregist vegna mikils málafjölda.

Árétting:Ekki er um núverandi rekstraraðila að ræða. Nýr aðili hefur tekið við rekstri gistiheimilisins.




Tengdar fréttir

Loka hluta gistihúss vegna óþrifnaðar

Eigandi gististaðarins Blöndubóls á Blönduósi neitaði að verða við óskum heilbrigðiseftirlitsins um úrbætur og segir þetta mál vera tittlingaskít.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×