Segja flugfélög lengja ferðir til að kaupa sér svigrúm Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 11:01 British Airways kemur illa út úr úttekt bresku neytendasamtakanna. vísir/getty Flugferðir taka lengri tíma en þær gerðu fyrir áratug, þrátt fyrir stórstígar tækniframfarir í flugiðnaðinum. Það eru þó ekki háloftavindar eða önnur veðrabrigði sem skýra lenginguna að sögn bresku neytendasamtakanna, heldur tregða flugfélaga til að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur. Samtökin báru meðallengd 125 flugferða árið 2009 við lengd sömu flugferða í fyrra og benda niðurstöðurnar til þess að ferðirnar hafi í rúmlega helmingi tilfella lengst um allt að hálfa klukkustund. Samtökin beindu sjónum sínum að stærstu flugfélögum sem flugu til og frá Bretlandseyjum á þessu tímabili. Þeirra á meðal var flugrisinn British Airways en rannsóknin bendir til að alls hafi um 87% allra flugferða félagsins lengst á síðastliðnum áratug. Þannig hafi flug British Airways frá Heathrow til Bangkok, New York og Singapúr öll lengst um 20 mínútur á tímabilinu auk þess sem ferðir félagsins til New Jersey frá Lundúnum hafi að meðaltali lengst um 35 mínútur. Að sögn bresku neytendasamtakanna eru flugvélar þó ekki orðnar hægari en áður eða veðurskilyrðin óhagstæðari. Þvert á móti megi rekja þróunina til meðvitaðra ákvarðana flugfélagana, sem bæta mínútum við áætlaðan flugtíma til að tryggja stundvísi sína. Með því að lengja flugferðirnar búi flugfélögin sér til aukið svigrúm og minnka þannig líkurnar á því að þau lendi eftir áætlaðan komutíma. Fyrir vikið þurfa þau síður að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur vegna seinkunar. Talsmaður neytendasamtakanna segir að þessi þróun bitni á neytendum, sem þurfi í auknum mæli að bíða á flugvöllum eða inni í vélum flugfélaganna „til þess eins að félögin geti klappað sér á bakið fyrir stundvísi“ eins og hann kemst að orði. Flugfélögin sjálf mótmæla þó þessari túlkun neytendasamtakanna. Að þeirra sögn er flugvélum flogið hægar í dag en árið 2009 með það fyrir augum að minnka eldsneytisnotkun. Þannig sé hægt að lækka flugfargjöld til viðskiptavina. Þar að auki hafa flugumferð aukist mikið á síðastliðnum áratug og álagið á flugvelli sömuleiðis. Þegar margar flugvélar berjast um fáar flugbrautir ætti það ekki koma á óvart þó þær fari seinna í loftið - og komist því seinna á áfangastað. Fréttir af flugi Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Flugferðir taka lengri tíma en þær gerðu fyrir áratug, þrátt fyrir stórstígar tækniframfarir í flugiðnaðinum. Það eru þó ekki háloftavindar eða önnur veðrabrigði sem skýra lenginguna að sögn bresku neytendasamtakanna, heldur tregða flugfélaga til að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur. Samtökin báru meðallengd 125 flugferða árið 2009 við lengd sömu flugferða í fyrra og benda niðurstöðurnar til þess að ferðirnar hafi í rúmlega helmingi tilfella lengst um allt að hálfa klukkustund. Samtökin beindu sjónum sínum að stærstu flugfélögum sem flugu til og frá Bretlandseyjum á þessu tímabili. Þeirra á meðal var flugrisinn British Airways en rannsóknin bendir til að alls hafi um 87% allra flugferða félagsins lengst á síðastliðnum áratug. Þannig hafi flug British Airways frá Heathrow til Bangkok, New York og Singapúr öll lengst um 20 mínútur á tímabilinu auk þess sem ferðir félagsins til New Jersey frá Lundúnum hafi að meðaltali lengst um 35 mínútur. Að sögn bresku neytendasamtakanna eru flugvélar þó ekki orðnar hægari en áður eða veðurskilyrðin óhagstæðari. Þvert á móti megi rekja þróunina til meðvitaðra ákvarðana flugfélagana, sem bæta mínútum við áætlaðan flugtíma til að tryggja stundvísi sína. Með því að lengja flugferðirnar búi flugfélögin sér til aukið svigrúm og minnka þannig líkurnar á því að þau lendi eftir áætlaðan komutíma. Fyrir vikið þurfa þau síður að greiða viðskiptavinum sínum skaðabætur vegna seinkunar. Talsmaður neytendasamtakanna segir að þessi þróun bitni á neytendum, sem þurfi í auknum mæli að bíða á flugvöllum eða inni í vélum flugfélaganna „til þess eins að félögin geti klappað sér á bakið fyrir stundvísi“ eins og hann kemst að orði. Flugfélögin sjálf mótmæla þó þessari túlkun neytendasamtakanna. Að þeirra sögn er flugvélum flogið hægar í dag en árið 2009 með það fyrir augum að minnka eldsneytisnotkun. Þannig sé hægt að lækka flugfargjöld til viðskiptavina. Þar að auki hafa flugumferð aukist mikið á síðastliðnum áratug og álagið á flugvelli sömuleiðis. Þegar margar flugvélar berjast um fáar flugbrautir ætti það ekki koma á óvart þó þær fari seinna í loftið - og komist því seinna á áfangastað.
Fréttir af flugi Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira