Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2018 19:45 Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september. Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september.
Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15