Aukin pressa á að ná markinu þegar yngri bróðirinn skoraði Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2018 10:15 Finnur Orri var feginn að ná marki í Pepsi-deildinni áður en hann lék 200. leik sinn í efstu deild. Fréttablaðið/anton Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira