„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 18:53 Halldór Auðar Svansson vill heldur velja leið þar sem velferð allra barna sé tryggð. Vísir/STEfán Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28