„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 18:53 Halldór Auðar Svansson vill heldur velja leið þar sem velferð allra barna sé tryggð. Vísir/STEfán Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent