Benedikt fer í stjórn Arion banka Hörður Ægisson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Benedikt Gíslason Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira