Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Jón Björnsson, forstjóri Festar. Fréttablaðið/Eyþór Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30
Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52