Erlent

Unglingur talinn hafa myrt heimilislausan mann í Svíþjóð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn fannst látinn í almenningsgarði í Huskvarna.
Maðurinn fannst látinn í almenningsgarði í Huskvarna. Rebecka Montelius
Lögreglan í Svíþjóð hefur handtekið unglingspilt fyrir að hafa orðið heimilislausum manni að bana í borginni Jönköping í Suður-Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku lögregunni.

Hinn látni, 48 ára gamall Rúmeni, fannst látinn þann 8. ágúst í almenningsgarði í Huskvarna. Myndskeið þar sem unglingar sjást ganga í skrokk á manninnum hefur fengið mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í Svíþjóð og var einn þeirra handtekinn og tveir aðrir yfirheyrðir. Þeir eru báðir undir 15 ára aldri.

Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar í Svíþjóð er rannsókn málsins enn á frumstigi. Málið sé rannsakað sem morð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×