Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Kjartan Hreinn Njálsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 10. ágúst 2018 06:00 Frá hamfarasvæði í Púertó Ríkó eftir fellibylinn Maríu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. „Þótt hin opinbera tala látinna frá almannavarnastofnun Púertó Ríkó hafi í upphafi staðið í 64 virðist raunverulegur fjöldi mun meiri,“ sagði í skýrslunni. Skýrslan verður send neðri deild Bandaríkjaþings eftir umsagnarferli og er í þessu uppkasti farið fram á 139 milljarða dala aðstoðarpakka en innviðir eyjunnar löskuðust gríðarlega í hamförunum. Yfirvöld í Púertó Ríkó voru harðlega gagnrýnd fyrir að vantelja fjölda þeirra sem létust í kjölfar hörmunganna þegar innviðir landsins voru í molum og sjúkrahús óstarfhæf vegna rafmagnsleysis. Þar á meðal eru dauðsföll sem rekja má til sykursýki og blóðeitrunar. Í skýrslunni er að finna metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu Púertó Ríkó. Yfirvöld þar vilja fá fjármagn til að ráðast í meiriháttar viðgerðir á vegakerfi eyjunnar, uppbyggingu opinberra bygginga og skóla, ásamt því að gera umfangsmiklar breytingar á raforkukerfum á eyjunni. „Púertó Ríkó hefur nú einstakt tækifæri til að innleiða nýjungar og endurbyggja Púertó Ríkó í þeirri mynd sem við öll viljum,“ sagði Ricardo Rosselló ríkisstjóri í yfirlýsingu til fjölmiðla. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. „Þótt hin opinbera tala látinna frá almannavarnastofnun Púertó Ríkó hafi í upphafi staðið í 64 virðist raunverulegur fjöldi mun meiri,“ sagði í skýrslunni. Skýrslan verður send neðri deild Bandaríkjaþings eftir umsagnarferli og er í þessu uppkasti farið fram á 139 milljarða dala aðstoðarpakka en innviðir eyjunnar löskuðust gríðarlega í hamförunum. Yfirvöld í Púertó Ríkó voru harðlega gagnrýnd fyrir að vantelja fjölda þeirra sem létust í kjölfar hörmunganna þegar innviðir landsins voru í molum og sjúkrahús óstarfhæf vegna rafmagnsleysis. Þar á meðal eru dauðsföll sem rekja má til sykursýki og blóðeitrunar. Í skýrslunni er að finna metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu Púertó Ríkó. Yfirvöld þar vilja fá fjármagn til að ráðast í meiriháttar viðgerðir á vegakerfi eyjunnar, uppbyggingu opinberra bygginga og skóla, ásamt því að gera umfangsmiklar breytingar á raforkukerfum á eyjunni. „Púertó Ríkó hefur nú einstakt tækifæri til að innleiða nýjungar og endurbyggja Púertó Ríkó í þeirri mynd sem við öll viljum,“ sagði Ricardo Rosselló ríkisstjóri í yfirlýsingu til fjölmiðla.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36