Þrítugasta Íslandsför kennara á níræðisaldri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Florian Rutz hefur komið til Íslands þrjátíu sinnum. Fréttablaðið/Eyþór Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira