Frábærar fréttir fyrir Gylfa að fá Yerry Mina á Goodison Park Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 09:30 Yerry Mina sýndi styrk sinn í loftinu í föstum leikatriðum á HM í sumar. Hér skorar hann á móti Englandi. Vísir/Getty Það verður spennandi að fylgjast með því hvort horn- og aukaspyrnur Gylfa okkar Sigurðssonar á komandi leiktíð rati ekki á kollinn á nýja Kólumbíumanninnum á Goodison Park. Everton var vissulega stórtækt á síðustu klukkutímum félagsskiptagluggans en félagið raðaði inn leikmönnum á lokadegi hans í gær. Einn af þeim sérhæfði sig í að skora úr föstum leikatriðum á HM í Rússlandi í sumar. Everton keypti miðvörðinn Yerry Mina frá Barcelona fyrir um 30 milljónir evra. Hann spilaði ekki oft fyrir Barcelona en sló í gegn á HM í Rússlandi í sumar.| "It's important that the Club wants to fight for something. I'm delighted to be here." - Yerry Mina Full: https://t.co/9zXSg1DOPSpic.twitter.com/9yeOQP2m8H — Everton (@Everton) August 9, 2018 Bestu fréttirnar fyrir Gylfa eru að Yerry Mina skoraði þrisvar sinnum eftir föst leikatriði á HM í sumar og ef einhver getur fundið öfluga skallamenn í horn- og aukaspyrnum þá er það íslenski landsliðsmaðurinn. Yerry Mina skoraði með skalla á móti Póllandi, Senegal og Englandi á HM. Gylfi var líka að fá meiri hjálp út á köntunum í mönnum eins og Richarlison og Bernard sem báðir eru brasilískir vængmenn sem voru keyptir í sumargluganum. Gylfi er kominn í treyju númer tíu og vonandi fær hann líka að spila í tíu-stöðunni á vellinum. Þar ættu leikskilningur og sendingageta hans að nýtast vel nú þegar hann er kominn með öll þessi vopn í kringum sig. Gylfi „gaf“ aðeins þrjár stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Everton, tíu stoðsendingum færra en árið á undan með Swansea City. Þessi tala ætti að hækka aftur á tímabilinu 2018-19 ef allt er eðlilegt.@Everton Summer Signings: Richarlison = £40m Yerry Mina = £30m Lucas Digne = £20m Bernard = Free Andre Gomes = Loan Big. Name. Signings. pic.twitter.com/NgNf9yEECz — SPORF (@Sporf) August 9, 2018 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Það verður spennandi að fylgjast með því hvort horn- og aukaspyrnur Gylfa okkar Sigurðssonar á komandi leiktíð rati ekki á kollinn á nýja Kólumbíumanninnum á Goodison Park. Everton var vissulega stórtækt á síðustu klukkutímum félagsskiptagluggans en félagið raðaði inn leikmönnum á lokadegi hans í gær. Einn af þeim sérhæfði sig í að skora úr föstum leikatriðum á HM í Rússlandi í sumar. Everton keypti miðvörðinn Yerry Mina frá Barcelona fyrir um 30 milljónir evra. Hann spilaði ekki oft fyrir Barcelona en sló í gegn á HM í Rússlandi í sumar.| "It's important that the Club wants to fight for something. I'm delighted to be here." - Yerry Mina Full: https://t.co/9zXSg1DOPSpic.twitter.com/9yeOQP2m8H — Everton (@Everton) August 9, 2018 Bestu fréttirnar fyrir Gylfa eru að Yerry Mina skoraði þrisvar sinnum eftir föst leikatriði á HM í sumar og ef einhver getur fundið öfluga skallamenn í horn- og aukaspyrnum þá er það íslenski landsliðsmaðurinn. Yerry Mina skoraði með skalla á móti Póllandi, Senegal og Englandi á HM. Gylfi var líka að fá meiri hjálp út á köntunum í mönnum eins og Richarlison og Bernard sem báðir eru brasilískir vængmenn sem voru keyptir í sumargluganum. Gylfi er kominn í treyju númer tíu og vonandi fær hann líka að spila í tíu-stöðunni á vellinum. Þar ættu leikskilningur og sendingageta hans að nýtast vel nú þegar hann er kominn með öll þessi vopn í kringum sig. Gylfi „gaf“ aðeins þrjár stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Everton, tíu stoðsendingum færra en árið á undan með Swansea City. Þessi tala ætti að hækka aftur á tímabilinu 2018-19 ef allt er eðlilegt.@Everton Summer Signings: Richarlison = £40m Yerry Mina = £30m Lucas Digne = £20m Bernard = Free Andre Gomes = Loan Big. Name. Signings. pic.twitter.com/NgNf9yEECz — SPORF (@Sporf) August 9, 2018
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira