Huga þarf að brotaþola en einnig persónuvernd þegar fangi strýkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 15:22 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd. Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili. Þetta kemur fram í svörum Páls vegna Björns Daníels Sigurðssonar sem var handtekinn í gær eftir að hann strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Björn hlaut fjögurra ára dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í fyrra.Fullyrti að hún hafi ekki verið látin vita Diljá Tara Helgadóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns, gagnrýndi í viðtali við DV á miðvikudag að Fangelsismálastofnun hafi ekki látið hana vita að Björn hefði strokið af Vernd. Þá sagðist hún hafa hitt hann í Smáralind áður en hann kláraði afplánun sína. Vísir sendi Páli Winkel fangelsismálastjóra fyrirspurn vegna þessara fullyrðinga. Hann gat ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að huga þurfi að hagsmunum bæði dómþola og brotaþola. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við þurfum að huga að persónuverndarsjónarmiðum en jafnframt að hugsa um hagsmuni brotaþola,“ segir Páll. Flestir dæmdir fyrir mjög alvarleg brot Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir gróf ofbeldisbrot gegn sambýliskonu sinni, þar á meðal frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot. Inntur eftir því af hverju maður sem framdi svo alvarleg brot sé kominn inn á Vernd svo stuttu eftir að dómur var kveðinn upp ítrekar Páll að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að almennt afpláni nær engir fangar á Íslandi dóma fyrir minniháttar brot. „Samsetning fangahópsins á Íslandi er þannig að allflestir eru ýmist dæmdir fyrir mjög alvarleg brot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, meiriháttar fíkniefnabrot, og/eða síbrot,“ segir Páll.Skipting fanga sem nú afplána dóma í fangelsum, áfangaheimilum og rafrænu eftirliti eftir tegundum brota.Mynd/FangelsismálastofnunÞá ráðist vistun hvers fanga að miklu leyti af hegðun hans. Fangi sem kemur inn til afplánunar byrjar til að mynda alltaf í lokuðu fangelsi. Ef vistin þar gengur vel er fanginn fluttur í opið fangelsi og þaðan á áfangaheimili. Að síðustu tekur rafrænt eftirlit við. „Svona þrepaskipt afplánun hefur gefist vel, við erum að vinna með tímabundnar refsingar. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir því að einstaklingar komi aftur út í samfélagið að afplánun lokinni og okkar verkefni er að undirbúa þá eins vel og mögulegt er og draga þannig úr líkunum á að þeir brjóti af sér aftur,“ segir Páll. Þá kemur fram í dómnum yfir Birni Daníel að hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár áður en dómur yfir honum var kveðinn upp. Kom það til frádráttar og hafði Björn því afplánað nokkuð stóran hluta af dómnum þegar hann komst inn á Vernd.
Fangelsismál Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53 Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06 Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Strokufanginn Björn Daníel handtekinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á ellefta tímanum í morgun. 9. ágúst 2018 10:53
Í höndum lögreglu að hafa uppi á strokufanganum Aðeins eitt og hálft ár er liðið frá því að maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína sem sagði hann haldinn miklum ranghugmyndum. 8. ágúst 2018 12:06
Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Birni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Birni Daníel Sigurðssyni, en hann skilaði sér ekki í afplánun á Vernd á tilsettum tíma um síðustu helgi. 8. ágúst 2018 18:34