Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 Aðkoman að trampólíni ætluðu fötluðum börnum var ljót í vikunni. Búið var að brjóta stöng sem heldur öryggisneti tækisins. Myndir/Guðlaugur Ómar Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira