Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er tvöfaldur Norðurlandameistari 19 ára og yngri í spretthlaupum. Hún vann 100 metra hlaup í gær og tók gullið í 200 metrunum í dag.
Guðbjörg Jóna hljóp á 23,51 sekúndum. Hún var 10 sekúndubrotum undir Íslandsmeti sínu sem hún setti í Liechtenstein í sumar en meðvindur mældist yfir leyfilegum mörkum í dag og því telur tíminn ekki í því samhengi.
Tiana Ósk Whitworth varð önnur, níu sekúndubrotum á eftir Guðbjörgu. Hún tók einnig silfrið í 100 metra hlaupinu í gær og Ísland vann því tvöfalt í bæði 100 og 200 metra hlaupi.
Guðbjörg Jóna varð fyrr í sumar Evrópumeistari í flokki 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi.
Guðbjörg tvöfaldur Norðurlandameistari
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


