Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 14:48 Trump og Omarosa á meðan allt lék í lyndi. Hún starfaði á samskiptasviði Hvíta hússins þar til hún var rekin Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30