Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2018 20:00 Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli.Í vikunni fjölluðum við um nemenda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt kallaður kvenmannsnafni þegar hann líti á sig sem karlmann. Að hans sögn neiti skólastjóri skólans að breyta nafni hans í gögnum á meðan hann bíði eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingu hans gildri. Önnur er saga Ólivers Elís, sem stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann kom út sem transmaður árið 2017 og fékk nafni sínu breytt í gögnum skólans um leið og óskað var eftir því. „Mjög fljótlega eftir að ég kom út sendi mamma tölvupóst á skrifstofu skólans, þar sem ég var ekki orðinn 18 ára á þeim tíma. Sama dag var þetta komið inn í kerfið þar. Þetta var alls ekkert vandamál og voru allir tilbúnir að hjálpa strax og eru enn allir tilbúnir að hjálpa mér í öllu,“ segir Óliver Elí Jónsson, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.Ólíver Elí JónssonBaldur Hrafnkell JónssonÞá segir jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans að um einfalt verk sé að ræða sem taki nokkrar mínútur með hjálp tölvu, enda sé það í fyrirrúmi að nemandi sé ekki minntur á fyrra kyn. Óliver segir það mikinn létti að rétt nafn sé skráð í gögn skólans. „Það er rosalega mikill léttir að geta mætt í skólann og vitandi að það er enginn að fara að ruglast neitt. Gögnin eru bara beint fyrir framan þau og því geta þau ekki notað neitt annað,“ sagði Óliver Elí. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli.Í vikunni fjölluðum við um nemenda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt kallaður kvenmannsnafni þegar hann líti á sig sem karlmann. Að hans sögn neiti skólastjóri skólans að breyta nafni hans í gögnum á meðan hann bíði eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingu hans gildri. Önnur er saga Ólivers Elís, sem stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann kom út sem transmaður árið 2017 og fékk nafni sínu breytt í gögnum skólans um leið og óskað var eftir því. „Mjög fljótlega eftir að ég kom út sendi mamma tölvupóst á skrifstofu skólans, þar sem ég var ekki orðinn 18 ára á þeim tíma. Sama dag var þetta komið inn í kerfið þar. Þetta var alls ekkert vandamál og voru allir tilbúnir að hjálpa strax og eru enn allir tilbúnir að hjálpa mér í öllu,“ segir Óliver Elí Jónsson, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.Ólíver Elí JónssonBaldur Hrafnkell JónssonÞá segir jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans að um einfalt verk sé að ræða sem taki nokkrar mínútur með hjálp tölvu, enda sé það í fyrirrúmi að nemandi sé ekki minntur á fyrra kyn. Óliver segir það mikinn létti að rétt nafn sé skráð í gögn skólans. „Það er rosalega mikill léttir að geta mætt í skólann og vitandi að það er enginn að fara að ruglast neitt. Gögnin eru bara beint fyrir framan þau og því geta þau ekki notað neitt annað,“ sagði Óliver Elí.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30