Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlistum borgarinnar var sá sami og tuttugu árum fyrr. Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr biðlistavanda leikskólanna – vandi 1.600 biðlistabarna væri enginn þar sem 1.300 börn hefðu fengið boð um leikskólavist í ágúst. Boðið var þó auðvitað háð fyrirvara um mönnun leikskólanna. Boðið fól líka í sér minnst hálfs árs bið eftir leikskólavist. Hálfs árs tekjumissir og fjarvera frá vinnu er flestu ungu fjölskyldufólki þungbær. Nýlega kom fram að minnst tvö hundruð leikskólakennara vantaði til starfa í Reykjavík. Illa hafi gengið að manna leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýliðun í stétt leikskólakennara gangi hægt og hlutfall faglærðra væri hvergi lægra en í Reykjavík. Við blasti vandi fyrir fjölmargar fjölskyldur. Í ljósi tíðindanna kölluðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um stöðu ráðningarmála á leikskólum borgarinnar. Í svörum skóla- og frístundasviðs kom fram að allir leikskólar sem opnað hefðu eftir sumarleyfi væru fullmannaðir. Það væri því enginn þekktur mönnunarvandi að svo stöddu. Það skaut því skökku við þegar foreldrar barna á leikskólanum Steinahlíð fengu samdægurs erindi þess efnis að börn þeirra gætu ekki hafið leikskólavist vegna mönnunarvanda. Ætla má að staðan verði sú sama á fleiri leikskólum borgarinnar. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Það er ólíðandi að tuttugu árum síðar standi biðmál í borginni nokkurn veginn í stað. Fólksfjölgun hefur vissulega verið einhver á tímabilinu, en þó ekki nema tæp 19%. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Þeir eru viðurkenndur hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga og eru nú skilgreindir sem fyrsta skólastigið. Leikskólamál eru forgangsmál – þau eru jafnréttismál – en meirihlutinn hefur sofið á verðinum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1.600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlistum borgarinnar var sá sami og tuttugu árum fyrr. Fulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr biðlistavanda leikskólanna – vandi 1.600 biðlistabarna væri enginn þar sem 1.300 börn hefðu fengið boð um leikskólavist í ágúst. Boðið var þó auðvitað háð fyrirvara um mönnun leikskólanna. Boðið fól líka í sér minnst hálfs árs bið eftir leikskólavist. Hálfs árs tekjumissir og fjarvera frá vinnu er flestu ungu fjölskyldufólki þungbær. Nýlega kom fram að minnst tvö hundruð leikskólakennara vantaði til starfa í Reykjavík. Illa hafi gengið að manna leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýliðun í stétt leikskólakennara gangi hægt og hlutfall faglærðra væri hvergi lægra en í Reykjavík. Við blasti vandi fyrir fjölmargar fjölskyldur. Í ljósi tíðindanna kölluðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði eftir upplýsingum um stöðu ráðningarmála á leikskólum borgarinnar. Í svörum skóla- og frístundasviðs kom fram að allir leikskólar sem opnað hefðu eftir sumarleyfi væru fullmannaðir. Það væri því enginn þekktur mönnunarvandi að svo stöddu. Það skaut því skökku við þegar foreldrar barna á leikskólanum Steinahlíð fengu samdægurs erindi þess efnis að börn þeirra gætu ekki hafið leikskólavist vegna mönnunarvanda. Ætla má að staðan verði sú sama á fleiri leikskólum borgarinnar. Engar markvissar aðgerðir í sjónmáli. Það er ólíðandi að tuttugu árum síðar standi biðmál í borginni nokkurn veginn í stað. Fólksfjölgun hefur vissulega verið einhver á tímabilinu, en þó ekki nema tæp 19%. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Þeir eru viðurkenndur hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga og eru nú skilgreindir sem fyrsta skólastigið. Leikskólamál eru forgangsmál – þau eru jafnréttismál – en meirihlutinn hefur sofið á verðinum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar