Aldrei fleiri mál tengd heimilisofbeldi Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 402 tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrstu sjö mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30
Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00