Guðni forseti segir fræðafólk ekki mega dvelja í fílabeinsturninum Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 16:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir / Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér. Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11