Skorar á þjóðarleiðtoga að skafa af sér kílóin Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 06:32 Tongverjar eru sjöunda feitasta þjóð í heimi. ESA Forsætisráðherra eyríkisins Tonga ætlar sér að skora á aðra þjóðarleiðtoga Kyrrahafsríkja í þyngdartapskeppni. Ætlunin með keppninni að sögn forsætisráðherrans, Akilisi Pohiva, er að vekja athygli á heilsusamlegu líferni en ofþyngd er mikið heilsufarsvandamál meðal barna í Kyrrahafsríkjum. Pohiva segist ætla að stinga upp á keppninni, sem myndi ganga út á að skafa af sér sem flest kíló á einu ári, á sameiginlegum fundi leiðtoganna í Nárú í september. Akilisi Pohiva, forsætisráðherra Tonga.AAPHann segir að fundurinn sé ágætis upphafspunktur keppninnar því hann er árlegur. Leiðtogarnir geti því aftur stigið saman á vigtina að ári liðnu og mælt árangurinn. „Við Kyrrahafsleiðtogarnir hittumst og tölum og tölum um vandamálin en þrátt fyrir það virðist lítið gerst, þetta virðist ekki virka,“ er haft eftir forsætisráðherranum á vef Guardian. „Þegar leiðtogarnir hafa tamið sér rétta hugarfarið munu þeir geta hvatt þjóðir sínar til að fylgja í þeirra fótspor,“ bætir Pohiva við. Meira en helmingur - og í sömu tilfellum næstum 90% - íbúa hið minnsta 10 Kyrrahafsríkja teljast of þungir samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt staðreyndabók CIA, sem tekur saman töluleg gögn um heimsbyggðina, voru 10 feitustu þjóðir heims allar í Kyrrahafi. Þar er Nárú efst á lista en um 61% allra fullorðinna í landinu eru í ofþyngd. Ástæðurnar fyrir vandanum eru margþættar en einhverjir hafa bent á innreið unninna matvæla, á kostnað innlendrar, næringaríkrar framleiðslu. Heilsa Naúrú Tonga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Forsætisráðherra eyríkisins Tonga ætlar sér að skora á aðra þjóðarleiðtoga Kyrrahafsríkja í þyngdartapskeppni. Ætlunin með keppninni að sögn forsætisráðherrans, Akilisi Pohiva, er að vekja athygli á heilsusamlegu líferni en ofþyngd er mikið heilsufarsvandamál meðal barna í Kyrrahafsríkjum. Pohiva segist ætla að stinga upp á keppninni, sem myndi ganga út á að skafa af sér sem flest kíló á einu ári, á sameiginlegum fundi leiðtoganna í Nárú í september. Akilisi Pohiva, forsætisráðherra Tonga.AAPHann segir að fundurinn sé ágætis upphafspunktur keppninnar því hann er árlegur. Leiðtogarnir geti því aftur stigið saman á vigtina að ári liðnu og mælt árangurinn. „Við Kyrrahafsleiðtogarnir hittumst og tölum og tölum um vandamálin en þrátt fyrir það virðist lítið gerst, þetta virðist ekki virka,“ er haft eftir forsætisráðherranum á vef Guardian. „Þegar leiðtogarnir hafa tamið sér rétta hugarfarið munu þeir geta hvatt þjóðir sínar til að fylgja í þeirra fótspor,“ bætir Pohiva við. Meira en helmingur - og í sömu tilfellum næstum 90% - íbúa hið minnsta 10 Kyrrahafsríkja teljast of þungir samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt staðreyndabók CIA, sem tekur saman töluleg gögn um heimsbyggðina, voru 10 feitustu þjóðir heims allar í Kyrrahafi. Þar er Nárú efst á lista en um 61% allra fullorðinna í landinu eru í ofþyngd. Ástæðurnar fyrir vandanum eru margþættar en einhverjir hafa bent á innreið unninna matvæla, á kostnað innlendrar, næringaríkrar framleiðslu.
Heilsa Naúrú Tonga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira