Slæm áhrif vinnupósts utan vinnutíma Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 14. ágúst 2018 10:24 Vinnupóstur utan vinnutíma getur leitt hugann frá mikilvægum samverustundum. vísir/getty Ef vinnuveitendur ætlast til þess að starfsfólk vakti vinnutölvupóstinn sinn utan vinnutíma getur það skapað kvíða og haft skaðleg áhrif á heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldu þeirra. Starfsfólk gerir sér líka oft ekki grein fyrir því hve slæm áhrif þetta hefur á fjölskylduna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var unnin við tækniháskólann í Virginíu í Bandaríkjunum. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áhrif það hefur þegar fólki finnst það skuldbundið til að fylgjast með vinnupóstinum utan vinnutíma. Gerð var könnun á fólki á aldrinum 31 til 40 ára sem vann fulla vinnu á fjölbreyttum sviðum. Rannsakendur könnuðu venjur fólks varðandi vinnupóst utan vinnutíma, kvíða og vellíðan og hversu mikið þau deildu við maka sína. Yfirmenn og makar fólksins tóku líka þátt í rannsókninni. Þeir sem skoðuðu póstinn mest fundu fyrir mestri streitu og lýstu minnstri vellíðan. Fólki sem fylgdist stöðugt með vinnupóstinum heima við fannst það samt ekki hafa neikvæð áhrif á sambandið við þeirra nánustu, en makar þeirra höfðu aðra sögu að segja. William Becker, einn höfunda rannsóknarinnar, segir að starfsfólkið sjálft virðist ekki gera sér grein fyrir því að þetta hefur mikil áhrif á maka þess og veldur þeim streitu.Sveigjanlegur vinnutími verður takmarkalaus Nýja rannsóknin sýnir að starfsfólk þarf ekki einu sinni að eyða tíma í vinnu utan vinnutíma til að verða fyrir neikvæðum áhrifum. Það eitt að það sé ætlast til þess að fólk sé tiltækt er nóg til að auka álag á starfsfólk og um leið maka þess. Becker segir að það sé oft litið fram hjá skaðlegum áhrif þess að krefja fólk um að vera alltaf til taks. Hann segir að þetta sé oft dulbúið sem kostur, því það eigi að auka þægindi að geta sinnt vinnunni þegar hentar, sem gefi meira sjálfstæði og stjórn á vinnutímanum. En þessi nýja rannsókn sýnir hið sanna, segir hann, að sveigjanlegur vinnutími þýði oft takmarkalaus vinnutími, sem ógni bæði heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldunnar þeirra. Hvað er til ráða? Becker segir að það séu ýmis ráð fyrir vinnuveitendur til að fyrirbyggja þetta. Hann segir að best væri að gera ekki kröfu um að fólk fylgist alltaf með rafrænum samskiptum utan vinnutíma. En þegar það er ekki hægt væri hægt að setja upp einhver takmörk á því hvenær rafræn samskipti eru skylda eða ásættanleg utan vinnutíma. Hann segir líka að vinnuveitendur eigi að taka það skýrt fram ef það er gerð krafa um að vera alltaf til taks til að svara tölvupósti áður en fólk tekur störfin að sér. Ef þetta er vitað fyrir fram getur það dregið úr kvíða starfsmanna og gert fjölskyldumeðlimi skilningsríkari. Becker segir að starfsfólk sem er í þeirri stöðu að þurfa alltaf að vera til taks geti grætt á því að leggja áherslu á núvitund, því það geti dregið úr kvíða og gert stundirnar með fjölskyldunni gagnlegri og ánægjulegri. Hann segir að það geti dregið úr ágreiningi og aukið ánægju með samband við fjölskyldumeðlimi að passa sig á að taka þátt í tíma með fjölskyldunni af fullum hug. Becker bendir á að þetta sé eitthvað sem starfsfólk getur stjórnað, en það geti ekki stjórnað kröfum yfirmanna sinna. Becker segir að það sé flókið fyrir marga að finna jafnvægið milli vinnu og heimilis og það geri illt verra ef vinnuveitendur gera kröfur til fólks utan vinnutíma. Hann segir líka að það sé gríðarlega mikilvægt að finna lausnir á þessu fyrst þetta hefur slæm áhrif á fjölskyldur starfsfólks. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Ef vinnuveitendur ætlast til þess að starfsfólk vakti vinnutölvupóstinn sinn utan vinnutíma getur það skapað kvíða og haft skaðleg áhrif á heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldu þeirra. Starfsfólk gerir sér líka oft ekki grein fyrir því hve slæm áhrif þetta hefur á fjölskylduna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var unnin við tækniháskólann í Virginíu í Bandaríkjunum. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áhrif það hefur þegar fólki finnst það skuldbundið til að fylgjast með vinnupóstinum utan vinnutíma. Gerð var könnun á fólki á aldrinum 31 til 40 ára sem vann fulla vinnu á fjölbreyttum sviðum. Rannsakendur könnuðu venjur fólks varðandi vinnupóst utan vinnutíma, kvíða og vellíðan og hversu mikið þau deildu við maka sína. Yfirmenn og makar fólksins tóku líka þátt í rannsókninni. Þeir sem skoðuðu póstinn mest fundu fyrir mestri streitu og lýstu minnstri vellíðan. Fólki sem fylgdist stöðugt með vinnupóstinum heima við fannst það samt ekki hafa neikvæð áhrif á sambandið við þeirra nánustu, en makar þeirra höfðu aðra sögu að segja. William Becker, einn höfunda rannsóknarinnar, segir að starfsfólkið sjálft virðist ekki gera sér grein fyrir því að þetta hefur mikil áhrif á maka þess og veldur þeim streitu.Sveigjanlegur vinnutími verður takmarkalaus Nýja rannsóknin sýnir að starfsfólk þarf ekki einu sinni að eyða tíma í vinnu utan vinnutíma til að verða fyrir neikvæðum áhrifum. Það eitt að það sé ætlast til þess að fólk sé tiltækt er nóg til að auka álag á starfsfólk og um leið maka þess. Becker segir að það sé oft litið fram hjá skaðlegum áhrif þess að krefja fólk um að vera alltaf til taks. Hann segir að þetta sé oft dulbúið sem kostur, því það eigi að auka þægindi að geta sinnt vinnunni þegar hentar, sem gefi meira sjálfstæði og stjórn á vinnutímanum. En þessi nýja rannsókn sýnir hið sanna, segir hann, að sveigjanlegur vinnutími þýði oft takmarkalaus vinnutími, sem ógni bæði heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldunnar þeirra. Hvað er til ráða? Becker segir að það séu ýmis ráð fyrir vinnuveitendur til að fyrirbyggja þetta. Hann segir að best væri að gera ekki kröfu um að fólk fylgist alltaf með rafrænum samskiptum utan vinnutíma. En þegar það er ekki hægt væri hægt að setja upp einhver takmörk á því hvenær rafræn samskipti eru skylda eða ásættanleg utan vinnutíma. Hann segir líka að vinnuveitendur eigi að taka það skýrt fram ef það er gerð krafa um að vera alltaf til taks til að svara tölvupósti áður en fólk tekur störfin að sér. Ef þetta er vitað fyrir fram getur það dregið úr kvíða starfsmanna og gert fjölskyldumeðlimi skilningsríkari. Becker segir að starfsfólk sem er í þeirri stöðu að þurfa alltaf að vera til taks geti grætt á því að leggja áherslu á núvitund, því það geti dregið úr kvíða og gert stundirnar með fjölskyldunni gagnlegri og ánægjulegri. Hann segir að það geti dregið úr ágreiningi og aukið ánægju með samband við fjölskyldumeðlimi að passa sig á að taka þátt í tíma með fjölskyldunni af fullum hug. Becker bendir á að þetta sé eitthvað sem starfsfólk getur stjórnað, en það geti ekki stjórnað kröfum yfirmanna sinna. Becker segir að það sé flókið fyrir marga að finna jafnvægið milli vinnu og heimilis og það geri illt verra ef vinnuveitendur gera kröfur til fólks utan vinnutíma. Hann segir líka að það sé gríðarlega mikilvægt að finna lausnir á þessu fyrst þetta hefur slæm áhrif á fjölskyldur starfsfólks.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent