Verjendur kosningastjóra Trump kalla ekki til nein vitni Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 16:31 Verjendur Manafort við dómshúsið í Alexandríu í Virginíu. Vísir/EPA Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00