Eurovision: Samið um skuld ísraelska sjónvarpsins við EBU Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 17:43 Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði "Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn. Vísir/Getty Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem. Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem.
Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34