FH-ingar kynna leikinn í kvöld með dramatísku myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 12:45 Davíð Þór Viðarsson Skjámynd/FHingar.net FH-ingar eru ekki í felum þegar kemur að mikilvægi leiksins í kvöld á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Timabilið er undir hjá FH. Í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum og eini möguleiki FH til að vinna stóran titil þetta sumar. Stjörnumenn eru líka á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en FH á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna titilinn. Leikmenn og þjálfari FH, Ólafur Kristjánsson, kalla eftir stuðningi FH-inga í Garðabænum í kvöld í dramtísku myndbandi inn á FHingar.net fésbókarsíðunni. FHingar.net kíktu á æfingu FH daginn fyrir leik og ræddu við Ólaf, fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson og markahæsta leikmanninn í sögu félagsins í efstu deild, Atla Viðar Björnsson. „Núna bara reynir á þetta félag. Þetta er klúbbur sem hefur alltaf sýnt samstöðu. Í gegnum öll þessi ár og í gegnum alla þessa velgengni þá hefur stuðningurinn verið gríðarlegur. Bæði í fyrra og í ár þá er bara ákveðinn mótbyr og það reynir á alla í félaginu,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í myndbandinu. „Stemmningin er geggjuð en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í ákveðnu brasi. Við vitum sem höfum verið hérna lengi, eins og ég, Davíð og fleiri, hvað stuðningsmenn FH geta verið geggjaðir. Ég væri svakalega mikið til í að sjá smá sturlun í Garðabænum á morgun (í kvöld),“ sagði Atli Viðar Björnsson. Leikur Stjörnunnar og FH hefst klukkan 19.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það má sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
FH-ingar eru ekki í felum þegar kemur að mikilvægi leiksins í kvöld á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Timabilið er undir hjá FH. Í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum og eini möguleiki FH til að vinna stóran titil þetta sumar. Stjörnumenn eru líka á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en FH á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna titilinn. Leikmenn og þjálfari FH, Ólafur Kristjánsson, kalla eftir stuðningi FH-inga í Garðabænum í kvöld í dramtísku myndbandi inn á FHingar.net fésbókarsíðunni. FHingar.net kíktu á æfingu FH daginn fyrir leik og ræddu við Ólaf, fyrirliðann Davíð Þór Viðarsson og markahæsta leikmanninn í sögu félagsins í efstu deild, Atla Viðar Björnsson. „Núna bara reynir á þetta félag. Þetta er klúbbur sem hefur alltaf sýnt samstöðu. Í gegnum öll þessi ár og í gegnum alla þessa velgengni þá hefur stuðningurinn verið gríðarlegur. Bæði í fyrra og í ár þá er bara ákveðinn mótbyr og það reynir á alla í félaginu,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í myndbandinu. „Stemmningin er geggjuð en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í ákveðnu brasi. Við vitum sem höfum verið hérna lengi, eins og ég, Davíð og fleiri, hvað stuðningsmenn FH geta verið geggjaðir. Ég væri svakalega mikið til í að sjá smá sturlun í Garðabænum á morgun (í kvöld),“ sagði Atli Viðar Björnsson. Leikur Stjörnunnar og FH hefst klukkan 19.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það má sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira