Minnst 48 féllu í árás í Kabúl Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 14:28 Sjúkraflutningamenn aðstoða ungan mann sem særðist í árásinni. Vísir/AP Minnst 48 féllu þegar sjálfsmorðsárás var gerð á skóla í hverfi sjíta í Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. 67 eru særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Talibanar segjast saklausir. Óttast er að tala látinna muni hækka en árásin beindist gegn ungmennum sem voru að læra fyrir háskólapróf. Heimamenn hafa sakað Íslamska ríkið um árásina en hryðjuverkasamtökin hafa gert sambærilegar árásir að undanförnu. Jaswad Ghawari, embættismaður í borginni, segir minnst þrettán árásir hafa verið gerðar gegn sjítum í Kabúl á síðustu tveimur árum.Bæði Talibanar og ISIS-liðar telja sjíta vera villutrúarmenn. Íbúar Afganistan hafa þurft að glíma við mikið ofbeldi að undanförnu og hefur Talibönum vaxið ásmegin í átökunum sínum við ríkisstjórn landsins. Undanfarin vika hefur verið sérstaklega blóðug.Hættir að vernda Rauða krossinn Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir myndu hætta að leyfa starfsmönnum Rauða krossins að ferðast óáreittir um landið. Þeir segja hjálparsamtökin ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar varðandi það að hjálpa Talibönum sem sitja í fangelsum í Kabúl.Samkvæmt BBC eiga sér nú stað viðræður á milli Rauða krossins og Talibana um að endurvekja samkomulagið. Meðal þess sem Rauði krossinn hefur gert er að kenna vígamönnum Talibana skyndihjálp og hjálpað til við að koma líkum beggja fylkinga til skila. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41 Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37 Tuttugu látnir eftir árás í afganskri mosku Sjálfsvígsárás var gerð í mosku í borginni Gardez í morgun. 3. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Minnst 48 féllu þegar sjálfsmorðsárás var gerð á skóla í hverfi sjíta í Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. 67 eru særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Talibanar segjast saklausir. Óttast er að tala látinna muni hækka en árásin beindist gegn ungmennum sem voru að læra fyrir háskólapróf. Heimamenn hafa sakað Íslamska ríkið um árásina en hryðjuverkasamtökin hafa gert sambærilegar árásir að undanförnu. Jaswad Ghawari, embættismaður í borginni, segir minnst þrettán árásir hafa verið gerðar gegn sjítum í Kabúl á síðustu tveimur árum.Bæði Talibanar og ISIS-liðar telja sjíta vera villutrúarmenn. Íbúar Afganistan hafa þurft að glíma við mikið ofbeldi að undanförnu og hefur Talibönum vaxið ásmegin í átökunum sínum við ríkisstjórn landsins. Undanfarin vika hefur verið sérstaklega blóðug.Hættir að vernda Rauða krossinn Talibanar lýstu því yfir í dag að þeir myndu hætta að leyfa starfsmönnum Rauða krossins að ferðast óáreittir um landið. Þeir segja hjálparsamtökin ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar varðandi það að hjálpa Talibönum sem sitja í fangelsum í Kabúl.Samkvæmt BBC eiga sér nú stað viðræður á milli Rauða krossins og Talibana um að endurvekja samkomulagið. Meðal þess sem Rauði krossinn hefur gert er að kenna vígamönnum Talibana skyndihjálp og hjálpað til við að koma líkum beggja fylkinga til skila.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41 Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37 Tuttugu látnir eftir árás í afganskri mosku Sjálfsvígsárás var gerð í mosku í borginni Gardez í morgun. 3. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41
Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37
Tuttugu látnir eftir árás í afganskri mosku Sjálfsvígsárás var gerð í mosku í borginni Gardez í morgun. 3. ágúst 2018 11:34