Innlent

Skjálftar í Torfajökulsöskjunni og Bárðarbungu

Atli Ísleifsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm
Skjálfti af stærðinni 3,3 varð í vestanverðri Torfajökulsöskjunni klukkan 16:27 nú síðdegis.

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi fundist í Landmannalaugum. „Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói. Skjálftar af svipaðri stærðargráðu hafa áður mælst á þessu svæði,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Þá varð einnig skjálfti af stærðinni 3,5 um 2,7 kílómetrum norðaustur af Bárðarbungu klukkan 15:05 í dag. Engir eftirskjálftar fylgdu og ekki hefur orðið vart við gosóróa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×