Raforka í brennidepli fyrir kosningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 08:00 Samkvæmt samkomulaginu skal landið knúið að fullu af endurnýjanlegum orkugjöfum 2040. Nordic photos/getty Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira