Frétti rétt fyrir leik að morðingi systur hennar hefði verið látinn laus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 09:00 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018 Tennis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018
Tennis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira