Frétti rétt fyrir leik að morðingi systur hennar hefði verið látinn laus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 09:00 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018 Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018
Tennis Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira