Lukas Podolski nýr sendiherra HM í handbolta 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 14:30 Bastian Schweinsteiger og Lukas Podolski fagna heimsmeistaratitlinum 2014. Sterkir karakterar sem Þjóðverjar söknuðu á HM 2018. Vísir/Getty Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira