Þræða eggjar Svarfaðardals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Göngugarparnir Hjörleifur Hjartarson, Þórarinn Hjartarson, Kristján Hjartarson, Árni Hjartarson og Magnús Magnússon. Hrund „Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira
„Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Sjá meira