Landið selt? Davíð Þorláksson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. Einhverjir stjórnmálamenn voru ekki lengi að ríða fram á völlinn og krefjast þess að hið opinbera gripi í taumana. Til dæmis er lagt til að hinu opinbera verði veittur forkaupsréttur að landi. Stjórnmálamenn eru oft eins og ráðríkir foreldrar sem eiga erfitt með sleppa takinu af uppkomnum börnum. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki hægt að pakka landi niður og fara með það annað. Þá þurfa innlendir sem erlendir landeigendur að fara að hinum ýmsu lögum og reglum sem gilda um notkun á landi og takmarka nýtingu á því og auðlindum þess. Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998, lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994, lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 og svo fjölda reglugerða sem hafa verið settar á grundvelli þessara laga. Það er því alger óþarfi að brjálast. Þótt einhver eigi land getur hann ekki gert það sem honum sýnist með það. Og auðvitað skiptir engu máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það. Það er líka tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur er ekki stjórntæki sem þeir geta gripið til að vild. Til þess eru lög og eins og sjá má hér að ofan þá er nóg til af þeim fyrir hið opinbera til að grípa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skipulag Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. Einhverjir stjórnmálamenn voru ekki lengi að ríða fram á völlinn og krefjast þess að hið opinbera gripi í taumana. Til dæmis er lagt til að hinu opinbera verði veittur forkaupsréttur að landi. Stjórnmálamenn eru oft eins og ráðríkir foreldrar sem eiga erfitt með sleppa takinu af uppkomnum börnum. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki hægt að pakka landi niður og fara með það annað. Þá þurfa innlendir sem erlendir landeigendur að fara að hinum ýmsu lögum og reglum sem gilda um notkun á landi og takmarka nýtingu á því og auðlindum þess. Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998, lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994, lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 og svo fjölda reglugerða sem hafa verið settar á grundvelli þessara laga. Það er því alger óþarfi að brjálast. Þótt einhver eigi land getur hann ekki gert það sem honum sýnist með það. Og auðvitað skiptir engu máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það. Það er líka tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur er ekki stjórntæki sem þeir geta gripið til að vild. Til þess eru lög og eins og sjá má hér að ofan þá er nóg til af þeim fyrir hið opinbera til að grípa til.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar