Hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvor aðra? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 15:30 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth. Skjámynd/Youtube/Iceland Athletics Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth hafa heldur betur stimplað sig inn í sögu íslenskra spretthlaupara þrátt fyrir ungan aldur. Þær eru nú spretthörðustu stelpur landsins og Frjálsíþróttsambandið leyfði landsmönnum að kynnast þeim aðeins betur í nýju myndbandi. Báðar hafa þær verið að slá gömul Íslandsmet á þessu ári sem og að slá hin ýmsu aldursflokkmet. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð síðan Evrópumeistari í 100 metra spretthlaupi á á EM U18 í Ungverjalandi í byrjun júlí. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi á Evrópumótinu. Þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk hafa oft verið að keppa um sömu Íslandsmetin í ár og jafnvel að taka met af hvorri annarri. Þær eru samt vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni og vinna vel saman í boðhlaupum. Báðar tóku þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk þannig þátt í því að bæta Íslandsmetið í 4×100 metra boðhlaupi á 92. Meistaramóti Íslands á dögunum. Þær skipuðu sveit ÍR ásamt Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttur og Helgu Margréti Haraldsdóttur og hlupu á tímanum 46,29 sekúndum. Frjálsíþróttasambandið hafði trú á því að þær stelpur þekki hvora aðra mjög vel en ákvað að láta reyna á það og komast hreinlega að því hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvora aðra? Myndbandið er hér fyrir neðan en þar eru þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk látnar svara spurningum um hvor aðra. Þær hafa mjög gaman af og mikið er hlegið í þessum skemmtilega myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Spurningarnar eru af ýmsmum toga og eru vissulega ekki allar eins vinsælar eða eins erfiðar. Þetta er að sjálfsögðu sett upp sem keppni á milli þessara miklu keppnismanneskja og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvor hafði betur. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth hafa heldur betur stimplað sig inn í sögu íslenskra spretthlaupara þrátt fyrir ungan aldur. Þær eru nú spretthörðustu stelpur landsins og Frjálsíþróttsambandið leyfði landsmönnum að kynnast þeim aðeins betur í nýju myndbandi. Báðar hafa þær verið að slá gömul Íslandsmet á þessu ári sem og að slá hin ýmsu aldursflokkmet. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð síðan Evrópumeistari í 100 metra spretthlaupi á á EM U18 í Ungverjalandi í byrjun júlí. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi á Evrópumótinu. Þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk hafa oft verið að keppa um sömu Íslandsmetin í ár og jafnvel að taka met af hvorri annarri. Þær eru samt vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni og vinna vel saman í boðhlaupum. Báðar tóku þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk þannig þátt í því að bæta Íslandsmetið í 4×100 metra boðhlaupi á 92. Meistaramóti Íslands á dögunum. Þær skipuðu sveit ÍR ásamt Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttur og Helgu Margréti Haraldsdóttur og hlupu á tímanum 46,29 sekúndum. Frjálsíþróttasambandið hafði trú á því að þær stelpur þekki hvora aðra mjög vel en ákvað að láta reyna á það og komast hreinlega að því hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvora aðra? Myndbandið er hér fyrir neðan en þar eru þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk látnar svara spurningum um hvor aðra. Þær hafa mjög gaman af og mikið er hlegið í þessum skemmtilega myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Spurningarnar eru af ýmsmum toga og eru vissulega ekki allar eins vinsælar eða eins erfiðar. Þetta er að sjálfsögðu sett upp sem keppni á milli þessara miklu keppnismanneskja og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvor hafði betur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira