Bölvuð Vegagerðin Benedikt Bóas skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar