Pólitískir loddarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun