Körfubolti

Kári orðaður við stórlið Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson.
Kári Jónsson. Vísir/Bára
Kári Jónsson, bakvörður Hauka og íslenska körfuboltalandsliðsins, gæti verið á leiðinni í spænsku úrvalsdeildina í körfubolta ef marka má heimildir körfuboltafréttasíðunnar Sportando.

Kári er ekki orðaður við eitthvað meðallið heldur er stórlið Barcelona sagt vera að ganga frá samningum við þennan 21 árs gamla leikmann.

Kári Jónsson átti frábært tímabil með Haukum í fyrra en hann kom þá til liðsins úr bandaríska háskólakörfuboltanum.

Emiliano Carchia, hæstráðandi á Sportando, segir frá þessu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.







Kári Jónsson var með 19,9 stig, 4,9 stoðsendingar og 4,6 fráköst með Haukum á Íslandsmótinu 2017-18 þar af skoraði hann 20,2 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.

Kári Jónsson var með íslenska landsliðinu í vetur en fékk ekki mikið að spila í leikjunum í sumar.



Íslendingar hafa átt knattspyrnumann og handboltamenn hjá Barcelona og nú gæti fyrsti körfuboltamaðurinn að vera á leiðinni í þetta sögufræga félag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×