Geti skipt sköpum hvernig farangri er raðað í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:00 Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið. Samgöngur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið.
Samgöngur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira