Sport

Það þurfti Clark Kent til að slá met Michael Phelps

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Phelps fagnar einu af gullverðlaunum sínum á ÓL í Ríó 2016.
Michael Phelps fagnar einu af gullverðlaunum sínum á ÓL í Ríó 2016. Vísir/Getty
Bandaríska sundgoðsögnin Michael Phelps átti metið í 23 ár en það féll á dögunum og það þótti við hæfi að sá sem sló það bæri nafn Superman.

Þessi nýi Superman í sundinu heitir Clark Kent og er tíu ára gamall. Fullt nafn hans er Clark Kent Apuada.

Clark bætti met Michael Phelps í 100 metra flugsundi í flokki tíu ára og yngri þegar hann kom í mark á 1:09.38 mín. á Far West International Championship mótinu í Kaliforníu á dögunum.

Clark Kent Apuada synti vegalengdina sekúndu hraðar en Michael Phelps því metið sem stóð í 23 ár var sund upp á 1:10.48 mín. og var frá árinu 1995.

CNN sagði frá þessu afreki Clark Kent og þar kom fram að hann sé búinn að vera að synda í fjögur ár.

Michael Phelps var ekki aðeins undrabarn í sundinu því hann varð sigursælasti sundmaður allra tíma á Ólympíuleikum. Michael Phelps vann alls 28 verðlaun á Ólympíuleikum þar af 23 þeirra úr gulli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×