Rússar leita samstarfs við Bandaríkjastjórn um endurreisn Sýrlands Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 20:37 Rússar segja að Sýrlandsstjórn hafi ekki næga sjóði, tæki og eldsneyti til að byggja upp landið aftur og taka við fólki sem hefur flúið land vegna stríðsins. Vísir/EPA Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Sýrland Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Sýrland Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent