Rennsli mælist nokkuð stöðugt Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. ágúst 2018 14:45 Uppfært 14:45 Rennslið í Skaftárhlaupi mælist nú nokkuð stöðugt við Sveinstind og er talið að hlaupið sé að ná hámarki. Þá telja vísindamenn að það muni haldast þannig í nokkrar klukkustundir. Það tekur vatnið þar að auki nokkrar klukkustundir að ná frá Sveinstindi niður til byggða og að þjóðvegi. Fyrr í dag sagði í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að talið væri að vatnið hafi beygt af og það væri farið að renna út í hraunið. Því yrði að taka rennslistölum með varúð. Eystri-Skaftárketill hefur sigið um nærri því 70 metra, en samband við GPS mælitæki rofnaði klukkan níu í morgun. Rennslið í morgun mældist um 1.350 rúmmetrar á sekúndu. Í tilkynningunni segir einnig að tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Það þykir þó ólíklegt að gasmengun frá hlaupinu muni skapa hættu við þjóðveg. Flogið verður yfir svæðið í dag til að meta útbreiðslu og rannsaka frekar upptök. Sveinstindur.Vísir/MAP.IS Síðasta Skaftárhlaup var 2015 og þá var einnig búið að koma GPS mæli fyrir á Eystri-Skaftárkatli. Eftir það hlaup hafði ketillinn sigið um 80 metra. Útlit er fyrir að þetta hlaup sé minna en hlaupið þá. Sjá einnig: Gasið lúmskasta hættan Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á svæðinu. Hann segir vísindamenn hafa haft áhyggjur í gær þar sem atburðarrásin hafi verið hraðari en gert hafi verið ráð fyrir. Þá segir hann rennslið í ánni Eldvatn vera minna en í síðasta hlaupi árið 2015. Hámarksrennslið hafi verið um 1.300 rúmetrar í nótt en fyrir þremur árum hafi það verið rúmir 2.000 rúmmetrar. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Skaftárhlaupið virðast minna en það sem varð árið 2015. Þó það hafi komið bratt og óvænt niður hafi allt átt sér eðlilegan framgang og ekkert hafi komið upp á. Lögreglan verður með áframhaldandi vakt á svæðinu og Svanur segir að búist sé við því að þetta muni jafnvel ganga hratt yfir. „Eins og staðan er núna þá er virðist toppurinn vera við Sveinstind og það tekur einhverja fjóra eða sex tíma að koma hérna niður og þá er þessu lokið,“ segir Svanur. Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum.Vísir/Jóhann Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum, segir hlaupið vera mikið minna, enn sem komið er, en það var árið 2015. Það sé þó ekki enn allt komið niður farveginn. „Eins og vant er, er þetta afleitt þegar þetta kemur. Það skemmir mikið land og ég tala nú ekki um ef þetta setur brúna niður. Þá erum við illa sett hér þó hún sé fyrir létta umferð. Það verður mjög vont ef þetta fer niður,“ segir Gísli. Gísli sagði áhrifin af þessu tiltekna hlaupi ekki vera mikil eins og er. Hins vegar geti það farið upp úr farvegum, aukist flæðið mikið meira, og skemmt. Það mun taka vatnið við Sveinstind um sex til átta klukkustundir að ná til þjóðvegarins.Vísir/Jóhann Starfsmenn Veðurstofu Íslands við rennslismælingar.Vísir/Jóhann Vísir/Jóhann Lögregluþjónar fylgjast með stöðu mála.Vísir/Jóhann Vísir/Einar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Uppfært 14:45 Rennslið í Skaftárhlaupi mælist nú nokkuð stöðugt við Sveinstind og er talið að hlaupið sé að ná hámarki. Þá telja vísindamenn að það muni haldast þannig í nokkrar klukkustundir. Það tekur vatnið þar að auki nokkrar klukkustundir að ná frá Sveinstindi niður til byggða og að þjóðvegi. Fyrr í dag sagði í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að talið væri að vatnið hafi beygt af og það væri farið að renna út í hraunið. Því yrði að taka rennslistölum með varúð. Eystri-Skaftárketill hefur sigið um nærri því 70 metra, en samband við GPS mælitæki rofnaði klukkan níu í morgun. Rennslið í morgun mældist um 1.350 rúmmetrar á sekúndu. Í tilkynningunni segir einnig að tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Það þykir þó ólíklegt að gasmengun frá hlaupinu muni skapa hættu við þjóðveg. Flogið verður yfir svæðið í dag til að meta útbreiðslu og rannsaka frekar upptök. Sveinstindur.Vísir/MAP.IS Síðasta Skaftárhlaup var 2015 og þá var einnig búið að koma GPS mæli fyrir á Eystri-Skaftárkatli. Eftir það hlaup hafði ketillinn sigið um 80 metra. Útlit er fyrir að þetta hlaup sé minna en hlaupið þá. Sjá einnig: Gasið lúmskasta hættan Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á svæðinu. Hann segir vísindamenn hafa haft áhyggjur í gær þar sem atburðarrásin hafi verið hraðari en gert hafi verið ráð fyrir. Þá segir hann rennslið í ánni Eldvatn vera minna en í síðasta hlaupi árið 2015. Hámarksrennslið hafi verið um 1.300 rúmetrar í nótt en fyrir þremur árum hafi það verið rúmir 2.000 rúmmetrar. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Skaftárhlaupið virðast minna en það sem varð árið 2015. Þó það hafi komið bratt og óvænt niður hafi allt átt sér eðlilegan framgang og ekkert hafi komið upp á. Lögreglan verður með áframhaldandi vakt á svæðinu og Svanur segir að búist sé við því að þetta muni jafnvel ganga hratt yfir. „Eins og staðan er núna þá er virðist toppurinn vera við Sveinstind og það tekur einhverja fjóra eða sex tíma að koma hérna niður og þá er þessu lokið,“ segir Svanur. Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum.Vísir/Jóhann Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum, segir hlaupið vera mikið minna, enn sem komið er, en það var árið 2015. Það sé þó ekki enn allt komið niður farveginn. „Eins og vant er, er þetta afleitt þegar þetta kemur. Það skemmir mikið land og ég tala nú ekki um ef þetta setur brúna niður. Þá erum við illa sett hér þó hún sé fyrir létta umferð. Það verður mjög vont ef þetta fer niður,“ segir Gísli. Gísli sagði áhrifin af þessu tiltekna hlaupi ekki vera mikil eins og er. Hins vegar geti það farið upp úr farvegum, aukist flæðið mikið meira, og skemmt. Það mun taka vatnið við Sveinstind um sex til átta klukkustundir að ná til þjóðvegarins.Vísir/Jóhann Starfsmenn Veðurstofu Íslands við rennslismælingar.Vísir/Jóhann Vísir/Jóhann Lögregluþjónar fylgjast með stöðu mála.Vísir/Jóhann Vísir/Einar
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12
Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50