Reyna að búa til einstefnu um þjóðveginn í Eldhrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 15:00 Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. Mynd er úr Eldhrauni fyrr í dag. Mynd/Ágúst freyr bjartmarsson Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“ Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02